Borgarafundur á NASA.... mætum öll!

Já nú er það semsagt komið í ljós, við þurfum að borga Icesave reikningana. Eitthvað sem okkur var "lofað" að við þyrftum ekki. En eins og svo mörgu öðru sem okkur var lofað þá var þetta svikið líka, og börnin okkar og jafnvel barnabörnin þurfa að súpa seyðið af þessu ruglumbulli og borga af sínum peningum. Það fer þó allt eftir hversu miklar eignir Landsbankans í London eru. Sem ganga vonandi langt uppí þessar ömurlegu skuldir sem gráðugir íslenskir svikahrappar náðu að smella á landsmenn, ojjjj ömó. Heyrðu já og nú fáum við lánið frá alþjóðagjaldeyriskrappinu og þeir peningar fara svo vonandi ekki beint í hendurnar á sömu aðilum og komu landinu í þrotið sem við erum í núna. Það þurfa einhverjir almennilegir menn að taka við þessum peningum og sjá að það verði gert við þá það sem kemur sér best fyrir okkur, helst einhverjir hlutlausir menn sem geta ekki haft neinn hagnað af þeim. En blessaðir mennirnir sem bera ábyrgð, en bera samt enga ábyrgð að því er virðist, því þeir sitja í sínum stólum á sínum feita rassi, fá ennþá stórfé í laun fyrir sömu störfin og þeir voru í meðan þeir sigldu öllu í kaf. Ísland er nú alveg stórmerkilegt land, og er ég ennþá mjög stolt af því að vera íslendingur. Ég hef alltaf haft gaman af kaldhæðni, haft gaman af að hneyksla fólk, langað til að vera fræg og verið dulítið öðruvísi. Ég stenst allar þessar kröfur í dag, einungis fyrir það að vera íslendingur og já.... ég er stolt af því... hehe ;)

Get your ass to NASA tonight

 Sjást þar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr! :)

Lilja Rós (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Ruth Gísladóttir
Bryndís Ruth Gísladóttir

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband