"Auðvitað er þetta ekki venjuleg skoðanakönnun eða þjóðarpúls" voru orð Geirs

eftir borgarafundinn í Háskólabíói í gær. Þvílík afneitun sem þetta fólk er í, það er eins og það taki ekkert mark á því sem fólk er að segja. Og Ingibjörg segir eitthvað álíka, eða "að hver og einn sem mætti á fundinn í gær talar fyrir sig, en hefur ekki umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar allrar", og svo sagði hún líka að það hefðu farið fram skemmtileg skoðanaskipti, pjuff.... þau eru bara alls ekkert að taka mark á okkur, allavega fær maður það á tilfinninguna af orðum þeirra. Já og gleymum ekki því sem Geir segir líka, að honum fannst gaman að koma, það kom honum á óvart hversu margir komu, þau ætla að meta það sem kom fram, hvað var raunhæft og hvað ekki??? Já sæææll... Semsagt, að það hafi mætt mörg þúsund manns í Háskólabíó, það mæti mörg þúsund manns á mótmæli niðrí bæ á hverjum einasta laugardegi, mynduð skjaldborg um alþingishúsið og um 70% íslensku þjóðarinnar sem vill kosningar, er "auðvitað ekki venjuleg skoðanakönnun eða þjóðarpúls". Þetta fólk er í einhverri þeirri mestu afneitun sem hægt er að vera í og þykist vita betur en allir. Bara það að þau myndu víkja Davíð myndi strax auka smá trúverðugleika, ég skil ekki af hverju þau gera það ekki strax, og þá sérstaklega eftir lygaræðuna hans um daginn. Mér er þetta óskiljanlegt!!!!! Davíð burt, og Nýtt Ísland Núna.... Og mætum fleiri á næstu mótmæli, fleiri á næsta borgarafund. Því eins og einn ræðumaðurinn sagði, þá er það pottþétt mál að mótmælin fara að aukast, þau fara að verða háværari, og örugglega fara þau að verða ófriðsamlegri. Það er strax byrjað. Höldum áfram að láta heyra í okkur, að láta þetta lið vita að okkur er ekki sama.

Knús og kærleikurHeart


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þetta er norsk hernaðartækni. Þetta snýst um skotgrafir. Víglínan er dregin um Davíð Oddsson og síðan er hangið á henni út í eitt. Það dregur athyglina frá öðrum og verri málum.

Jóhann G. Frímann, 25.11.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Bryndís Ruth Gísladóttir

Já þú meinar, ég skil.... veit samt ekki hvað mér finnst mikið verra en að Davíð skuli sitja ennþá, jú jú allt hitt er líka verra, þetta er allt saman vont bara....  og auðvitað einhver stradigía í gangi varðandi þetta ruglumbull allt saman.

Einkamál: flottur nýji þjóðsöngurinn, dreifðu honum næsta laugardag og fáðu vini þína til að byrja að syngja og svo alla með, ég myndi allavega taka undir

Bryndís Ruth Gísladóttir, 25.11.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Ruth Gísladóttir
Bryndís Ruth Gísladóttir

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband