eftir borgarafundinn í Háskólabíói í gær. Þvílík afneitun sem þetta fólk er í, það er eins og það taki ekkert mark á því sem fólk er að segja. Og Ingibjörg segir eitthvað álíka, eða "að hver og einn sem mætti á fundinn í gær talar fyrir sig, en hefur ekki umboð til að tala fyrir hönd þjóðarinnar allrar", og svo sagði hún líka að það hefðu farið fram skemmtileg skoðanaskipti, pjuff.... þau eru bara alls ekkert að taka mark á okkur, allavega fær maður það á tilfinninguna af orðum þeirra. Já og gleymum ekki því sem Geir segir líka, að honum fannst gaman að koma, það kom honum á óvart hversu margir komu, þau ætla að meta það sem kom fram, hvað var raunhæft og hvað ekki??? Já sæææll... Semsagt, að það hafi mætt mörg þúsund manns í Háskólabíó, það mæti mörg þúsund manns á mótmæli niðrí bæ á hverjum einasta laugardegi, mynduð skjaldborg um alþingishúsið og um 70% íslensku þjóðarinnar sem vill kosningar, er "auðvitað ekki venjuleg skoðanakönnun eða þjóðarpúls". Þetta fólk er í einhverri þeirri mestu afneitun sem hægt er að vera í og þykist vita betur en allir. Bara það að þau myndu víkja Davíð myndi strax auka smá trúverðugleika, ég skil ekki af hverju þau gera það ekki strax, og þá sérstaklega eftir lygaræðuna hans um daginn. Mér er þetta óskiljanlegt!!!!! Davíð burt, og Nýtt Ísland Núna.... Og mætum fleiri á næstu mótmæli, fleiri á næsta borgarafund. Því eins og einn ræðumaðurinn sagði, þá er það pottþétt mál að mótmælin fara að aukast, þau fara að verða háværari, og örugglega fara þau að verða ófriðsamlegri. Það er strax byrjað. Höldum áfram að láta heyra í okkur, að láta þetta lið vita að okkur er ekki sama.
Knús og kærleikur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 09:41
þetta var nú meiri helgin... gaman og spennandi :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 13:22
Jei, jibbí jibbí jey..
...http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/21/vantrauststillaga_komin_fram/
Valgerður fær meira að segja smá prik frá mér við þetta, og þá er nú mikið sagt..... en þetta er hreint út sagt frábærar fréttir, gaman verður að fylgjast með framhaldinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 10:06
Seðlabankinn fær alla peningana okkar...
Lánið frá IMF nemur 2,1 milljarði dollara. Á grundvelli samkomulags íslenska ríkisins og IMF verða 827 milljónir dollara til taks nú þegar og afgangurinn í átta jöfnum millifærslum að fjárhæð 155 milljónir dollara hver. Lánið, rúmlega 2,1 milljarður dollara frá IMF og um þrír milljarðar dollara frá teymi þjóða sem ákváðu að lána, fer langleiðina með að mæta þörf ríkisins í endurreisn hagkerfisins og er liður í endurheimtingu trúverðugleika.
...liður í endurheimtingu trúverðuleika hahahahahahahahahahahahahaha.......................
peningarnir sem fara í námkvæmlega sömu hendur og peningarnir sem við áttum einu sinni voru í, eru ekki liður í endurheimtingu trúverðugleika. Landið okkar á eftir að þurfa að þola margt að ég held næstu árin og þarf að vinna upp traust á ný, en fær það ekki, a.m.k. ekki frá flestum ef ekki öllum íslendingum á meðan sama fólkið er við stjórnvölin. Ég vil kosningar og það strax, nýtt fólk og þeir sem fara fá engin eða a.m.k. mjög takmörkuð eftirlaun. Þetta fólk á ekki að fá fullt af peningum fyrir að hafa gert landinu okkar þessi spjöll. Nýtt Ísland Núna!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Allir að mótmæla á laugardaginn, bæði í Hljómalind og svo á Austurvelli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2008 | 09:40
Heibb
Hvað segiði gott í dag? Gaman væri að heyra frá þeim sem líta hérna inn, því það er greinilega einhverjir sem kíkja en kvitta svo ekki. Væri bara gaman ef þið nennið ;) En allavega þá ætla ég ekki að skrifa svo mikið um þjóðarástandið í dag, en skemmtileg fréttin sem var í kvöldfréttunum í gær um konuna sem bjó til eitthvað námskeið í stílíseringu og rukkaði mörg hundruð þúsund inná það og kenndi sjálf og sagði að þáttakendur myndu frá skírteini frá einhverju útlensku fyrirtæki og alles. Og svo var auglýst að það kæmu fyrirlesarar sem voru svo bara fólk frá einhverjum fyrirtækjum að auglýsa vöruna sýna. En sú heilastarfssemi hjá konunni, að finna allt þetta upp, og já svo ekki sé talað um siðleysi. Því hún var svo kærð, og þarf ekki að borga nándar jafn mikið til baka og hún fékk borgað,og fær svo bara skilorðsbundinn dóm. Algjör snilld þetta dómskerfi okkar ekki satt? Já margt má nú finna uppá í kreppunni, fólk þarf jú að bjarga sér. Kíki stundum inná barnaland.is, bæði til að skoða fallegu börn vina minna og líka að skoða gefins/óska eftir síðuna. Og þar hefur aukist verulega að fólk sé að óska eftir gefins flöskum til endurvinnslu, og einnig fötum, skóm o.fl. Jébb kreppan, helv.... kreppan. En sem betur fer er þetta til, og einnig mæðrastyrksnefnd, hjálparstofnun kirkjunnar og rauði krossinn. Því aðsóknin í þau fyrirtæki hafa samkvæmt fréttum stóraukist líka. Og við megum búast við að næsta ár verði okkur erfitt er endalaust verið að segja okkur. En það er næsta ár, ekki komið strax. Og óþarfi að vera að hafa áhyggjur af því ókomna. Er að reyna að æfa mig að lifa í núinu, það er svo miklu auðveldara og kvíðastillandi skal ég segja ykkur. Og áhyggjurnar snarminnka. Verí næs :D Ekki eins og aumingja páfagaukurinn sem var troðið á þunglyndislyf vegna dauða eiganda síns, http://visir.is/article/20081120/LIFID01/501366119, algjört rugl það. Eins og það sé ekki nógu mikil ofnotkun á lyfjum í heiminum í dag á mannfólki að það þurfi að það fara troða þessu eitri í dýrin líka! Já ég losnaði úr prísund kvíðastillandi lyfja, og gerði það algjörlega sjálf, og mér hefur aldrei liðið betur. Auðvitað veit ég að sumir þurfa á lyfjum að halda, en ég veit líka um fólk sem þarf ekkert á þessu að halda, en notar þetta sem hækju þegar lausnina við vandamálum þeirra er að finna annars staðar. Jæja endum þetta á stjörnuspá dagsins :
Stjörnuspá 20. nóvember 2008
Þú ert fullur af orku og veist ekki alveg hvernig þú átt að þér að vera. Bogmenn og fiskar eru líklega þeir sem kunna best að meta þína klikkuðu dýpt.
Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. En mundu að þú hefur líka skyldum að gegna við sjálfan þig og umfram aðra.
Nú er lag að eiga góða stund með vinum og vandamönnum. Taki menn höndum saman má ná ótrúlegum árangri.
Eitthvert mál, sem þú hélst að þú værir búinn að leysa, vaknar upp aftur og heimtar afskipti þín.
Ekki láta hlutina vaxa þér í augum. Taktu frumkvæðið sjálfur og þá muntu eiga auðvelt með að fá hina til liðs við þig.
Nú er rétt að snúa sér að alvöru lífsins og ljúka mikilvægum verkefnum. Mörgu má nefnilega breyta með lítilli fyrirhöfn. Vertu sjálfum þér trúr.
Þú berð sérstakt skynbragð á fegurð í dag og ættir að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Nú er rétti tíminn til þess að gera áætlun og kippa því í lag sem hefur farið úrskeiðis.
Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Treystu engum fyrir sjálfum þér fyrr en þú hefur fullreynt viðkomandi að því að vera heill.
Það er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta, þótt einhver gylliboð séu í gangi. Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi.
Taktu höndum saman við aðra til þess að ná markmiðum þínum. Leyfðu þér að slaka á og eiga ánægjulega kvöldstund með þínum nánustu.
Það skiptir miklu máli að þú eyðir ekki orku þinni til einskis. Sýndu samt þolinmæði og þrautseigju því tíminn vinnur með þér.
Nú er gaman að lifa! Þú hefur yndi að því að daðra í dag. Komdu öllu í lag sem þú mögulega getur. En reyndu að hugsa ekki um heildarmyndina heldur taktu eitt skref í einu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2008 | 10:55
Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn eru líka vinir okkar....
... og ætla að lána okkur fullt af penge, en Færeyingar eru samt bestu bestu vinir okkar í öllum heiminum. Þeir ákváðu þetta áður en alþjóðagjaldeyriðkrappið ákvað að lána okkur, og þeim var alveg sama hvað hinir gerðu, þeir bara lánuðu okkur samt, kúl sko, Færeyingar eru kúl. EEeeen landið okkar er samt að fara til andsk.... Davíð ber af sér alla ábyrgð, og hinir sem eru með honum í stjórn og eikkað, segja að hann sé lygari. Hann sem sagði í fínu ræðunni sinni í gær eitthvað á þennan hátt "að ljúga er vondur vani, að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani" eða allavega einhvernveginn svona, man ekki alveg. Þetta lið er eins og smákrakkar, benda á hvorn annan og allt í kring og kenna hinum um. Tekur ekki ábyrgð á neinu. Og svo er ég nú búin að vera að segja uppá síðkastið hvað það sé nú gott að vera ríkisstarfsmaður í dag. En svo kemur forstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss í fréttunum í gær og segir að það verði að draga saman, semsagt reka fólk og lækka launin. Jahá, nú er öllu lokið, kreppan farin að hafa áhrif á okkar fína heilbrigðiskerfi, hvað gerist næst. Maður er býst við öllu og trúir engu. En það voru tvær góðar fréttir, í gærmorgun var the Today show í bláa lóninu og var ekkert verið að ræða efnahagsástandið í þættinum og voða gaman. Og svo þessi frétt http://visir.is/article/20081119/FRETTIR01/371317166/-1, sem fjallar um að það hefur dregið verulega úr umferð á landinu, og það er gott að kreppan hefur góð áhrif á eitthvað. Ég var nú svosem búin að taka eftir þessu vegna þess að ég tek strætó í vinnuna á morgnana og aftur heim. Og það hefur stóraukist af fólki í strætó og er hann stundum það troðin að það er fullt af fólki sem fær ekki sæti, og einnig eru stundum tveir vagnar á leiðinni sem ég er í á háannatímunum. En þetta þýðir færri bílar og minni mengun sem er frábær þróun. En kannski bara í kreppunni og þegar henni lýkur fer allt á sama veg. En verum bjartsýn. Mér finnst einnig að það eigi að banna nagladekk, ég keypti mér allavega ónegld á bílinn minn og ætla aldrei að kaupa negld dekk aftur. En við eigum semsagt góða vini sem ætla að lána okkur pening, hálfvita við stjórn og minni mengun.
Sjást seinna.
Knús og kærleikur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 13:26
Borgarafundur á NASA.... mætum öll!
Já nú er það semsagt komið í ljós, við þurfum að borga Icesave reikningana. Eitthvað sem okkur var "lofað" að við þyrftum ekki. En eins og svo mörgu öðru sem okkur var lofað þá var þetta svikið líka, og börnin okkar og jafnvel barnabörnin þurfa að súpa seyðið af þessu ruglumbulli og borga af sínum peningum. Það fer þó allt eftir hversu miklar eignir Landsbankans í London eru. Sem ganga vonandi langt uppí þessar ömurlegu skuldir sem gráðugir íslenskir svikahrappar náðu að smella á landsmenn, ojjjj ömó. Heyrðu já og nú fáum við lánið frá alþjóðagjaldeyriskrappinu og þeir peningar fara svo vonandi ekki beint í hendurnar á sömu aðilum og komu landinu í þrotið sem við erum í núna. Það þurfa einhverjir almennilegir menn að taka við þessum peningum og sjá að það verði gert við þá það sem kemur sér best fyrir okkur, helst einhverjir hlutlausir menn sem geta ekki haft neinn hagnað af þeim. En blessaðir mennirnir sem bera ábyrgð, en bera samt enga ábyrgð að því er virðist, því þeir sitja í sínum stólum á sínum feita rassi, fá ennþá stórfé í laun fyrir sömu störfin og þeir voru í meðan þeir sigldu öllu í kaf. Ísland er nú alveg stórmerkilegt land, og er ég ennþá mjög stolt af því að vera íslendingur. Ég hef alltaf haft gaman af kaldhæðni, haft gaman af að hneyksla fólk, langað til að vera fræg og verið dulítið öðruvísi. Ég stenst allar þessar kröfur í dag, einungis fyrir það að vera íslendingur og já.... ég er stolt af því... hehe ;)
Get your ass to NASA tonight
Sjást þar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2008 | 11:50
Valgerður feikari
Ert'ekkað djóka.... var að lesa bloggið hennar Valgerðar Sverris á eyjan.is, og já já bladibla, allt gott og blessað sem hún er að segja og mikilvægar staðreyndir. En ég fæ svona kjánahroll við að lesa þetta af því þessi kona virkar bara big ass FEIK á mig. Og er ég nú að dæma fyrirfram, nokkuð sem ég á til að gera, ég auðvitað þekki konuna ekkert persónulega. En það sem ég hef séð af henni í fjölmiðlum og svo auðvitað öll hennar verk gagnvart landinu okkar... já þá bara verð ég að viðurkenna að þegar hún er e-ð að reyna að spila sig góðhjartaða gagnvart afríkubúum þá á ég erfitt með að trúa því. En eins og ég sagði þá á ég til að dæma fólk (er að æfa mig í að draga verulega úr því og á endanum hætta því), og getur verið að þessi pirrandi kona meini þetta allt saman frá dýpstu hjartarótum. Og svo er hún að biðla til íslendinga að auka aðstoð okkar til þróunarsamvinnu og annars. Veistu sko sorrý, ég vil ekki hljóma eigingjörn en ég held að íslenska þjóðin sé nú þessa dagana að reyna að bjarga eigin skinni. Svo við munum ekki þurfa á hjálp að halda sjálf. Sem við virðumst nú ekki vera að fá hvergi nokkurs staðar! Samanber þessi frétt á http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/14/danir_vildu_ekki_bjarga_islendingi/, rosalegt. Og auðvitað alþjóðagjaldeyriskrappið. En aftur að Valgerði, hún getur trútt um talað með fullt af peningum, væntanlega undir koddanum. Gef þú þá bara peningana þína í þetta málefni, ég gef þegar ég get. En mér þykir vænt um landið mitt og er að hugsa um það ákkúrat núna. Og manni finnst svona kannski að ráðamenn ættu að einbeita sér að því þessa dagana, í stað þess að vera að þykjast vera voða hjartagóðir og.. ok nei nú er ég hætt. Ég sem hef verið að básúna útum allt að þetta ástand hafi engin áhrif á mig, en um leið og ég byrja þá get ég ekki hætt. Ég ætla allavega að sýna minn stuðning og mótmæla hástöfum á laugardaginn og mæli með því að við tökum öll þátt. "Ákall til þjóðarinnar"!!! Mætum öll á laugardaginn, kl. 15:00 á Austurvöll. Sjáumst þá, jafnvel með egg í hendi... neee bara grín. Ætla ég að enda því að sýna ykkur endurútgefin texta á kassalaginu góða :
Tómir kassar
Tómir kassar í tómum banka
tómir kassar af dingalingaling,
tómir kassar, tómir kassar,
tómir kassar, allir eins.
Einn á hausnum, annar valtur,
þriðji skuldsettur og fjórði gjaldfallinn,
allir galtómir af dingalinga
enda eru þeir ei til neins.
Og í bönkunum bankastjórar,
hafa milljónir á mánuði
en enda allir með tóma kassa
tóma kassa, alla eins.
Og ungu mennirnir fara í útrás
í einkaþotum og stunda viðskipti
en tapa öllu í tóma kassa,
tóma kassa og ei til neins.
Þeir stunda sólböð og sigla á skútum
og fara í kappakstur í kringum jörðina.
Og fá sér allir fínar hallir,
fyrir fé sem var aldrei til.
Og litlu börnin byrja í skóla
og fara síðan beint í bankana
og taka til við að tæma kassa
og út úr því fara allir eins.
Tómir kassar, þrotakassar,
tómir kassar af dingalingaling,
tómir kassar, tómir kassar
tómir kassar, ei til neins.
Tómir kassar, í tómum banka
um tíma fyllast af okkar peningum,
en verða að sjálfsögðu seldir aftur
svo að allt verði aftur eins.
Ingólfur Steinsson/ Halldór Gunnarsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 11:59
æææ litla systir mín
Öryggislending í Glasgow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar