þetta var nú meiri helgin... gaman og spennandi :)

Já helgin er nýstaðin yfir með tilheyrandi mótmælum sem náðu sögulegu hámarki (aftur), og svo auðvitað fer það líka í sögubækurnar hvað gerðist eftir að mótmælunum lauk niðrí bæ og færðust uppá lögreglustöð, þar sem heilir 500 manns komu saman til að mótmæla handtöku bónusfána-drengsins. Sem kom svo í ljós að var ólöglega handtekin, fjúff ég hristi nú bara hausinn minn þegar það kom í ljós, þetta voru að ég held mikil mistök af hálfu lögreglunnar og eiga eftir að draga dilk á eftir sér í komandi mótmælum. Svo ekki sé talað um táragasspreyjið hjá þeim. Ég reyndar missti af þessu og þurfti að fara snemma af mótmælunum þar sem ég var að hjálpa P-nut við breakdansmótið sem var haldið um helgina, vá hvað var gaman. Og frábært hvað hún P-nut er að gera fyrir ungmenni þessarrar þjóðar okkar, þarna voru fullt af krökkum frá 6 ára til unglinsaldurs að eyða helginni í að keppa í og dansa breakdans og skemmtu sér konunglega og voru mjög áhugasöm um það sem þau voru að gera. Mér finnst að P-nut ætti að fá einhver verðlaun fyrir starf sitt, hún gefur krökkunum mikið af tíma sínum og gerir mikið og gott starf fyrir þau. Og svo ekki sé nú talað um að hún hefur rifið upp breakdansinn á íslandi og fer þar í fararbroddi fyrir mörgum mjög mjög góðum breakdönsurum á íslandi. Hún byrjaði að kenna fyrir mörgum árum og þeir sem hún byrjaði að kenna eru margir hverjir farnir að kenna sjálfir í dag, sem sýnir hversu gott starf hún er að vinna. Allavega skemmti ég mér stórkostlega um helgina, við mótmæli og breakdans, og fór og dansaði frá mér allt vit á elektrókvöldi Alanó klúbbsins, svo endaði helgin í ís með bestu súkkulaði-hnetusmjörssósu í heimi og horft á dagvaktina hjá Unni og Báru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Ruth Gísladóttir
Bryndís Ruth Gísladóttir

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband