Heibb

Hvað segiði gott í dag? Gaman væri að heyra frá þeim sem líta hérna inn, því það er greinilega einhverjir sem kíkja en kvitta svo ekki. Væri bara gaman ef þið nennið ;) En allavega þá ætla ég ekki að skrifa svo mikið um þjóðarástandið í dag, en skemmtileg fréttin sem var í kvöldfréttunum í gær um konuna sem bjó til eitthvað námskeið í stílíseringu og rukkaði mörg hundruð þúsund inná það og kenndi sjálf og sagði að þáttakendur myndu frá skírteini frá einhverju útlensku fyrirtæki og alles. Og svo var auglýst að það kæmu fyrirlesarar sem voru svo bara fólk frá einhverjum fyrirtækjum að auglýsa vöruna sýna. En sú heilastarfssemi hjá konunni, að finna allt þetta upp, og já svo ekki sé talað um siðleysi. Því hún var svo kærð, og þarf ekki að borga nándar jafn mikið til baka og hún fékk borgað,og fær svo bara skilorðsbundinn dóm. Algjör snilld þetta dómskerfi okkar ekki satt? Já margt má nú finna uppá í kreppunni, fólk þarf jú að bjarga sér. Kíki stundum inná barnaland.is, bæði til að skoða fallegu börn vina minna og líka að skoða gefins/óska eftir síðuna. Og þar hefur aukist verulega að fólk sé að óska eftir gefins flöskum til endurvinnslu, og einnig fötum, skóm o.fl. Jébb kreppan, helv.... kreppan. En sem betur fer er þetta til, og einnig mæðrastyrksnefnd, hjálparstofnun kirkjunnar og rauði krossinn. Því aðsóknin í þau fyrirtæki hafa samkvæmt fréttum stóraukist líka. Og við megum búast við að næsta ár verði okkur erfitt er endalaust verið að segja okkur. En það er næsta ár, ekki komið strax. Og óþarfi að vera að hafa áhyggjur af því ókomna. Er að reyna að æfa mig að lifa í núinu, það er svo miklu auðveldara og kvíðastillandi skal ég segja ykkur. Og áhyggjurnar snarminnka. Verí næs :D  Ekki eins og aumingja páfagaukurinn sem var troðið á þunglyndislyf vegna dauða eiganda síns, http://visir.is/article/20081120/LIFID01/501366119, algjört rugl það. Eins og það sé ekki nógu mikil ofnotkun á lyfjum í heiminum í dag á mannfólki að það þurfi að það fara troða þessu eitri í dýrin líka! Já ég losnaði úr prísund kvíðastillandi lyfja, og gerði það algjörlega sjálf, og mér hefur aldrei liðið betur. Auðvitað veit ég að sumir þurfa á lyfjum að halda, en ég veit líka um fólk sem þarf ekkert á þessu að halda, en notar þetta sem hækju þegar lausnina við vandamálum þeirra er að finna annars staðar. Jæja endum þetta á stjörnuspá dagsins :

Stjörnuspá 20. nóvember 2008

HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Þú ert fullur af orku og veist ekki alveg hvernig þú átt að þér að vera. Bogmenn og fiskar eru líklega þeir sem kunna best að meta þína klikkuðu dýpt.
NAUT 20. apríl - 20. maí
Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. En mundu að þú hefur líka skyldum að gegna við sjálfan þig og umfram aðra.
TVÍBURAR 21. maí - 20. júní
Nú er lag að eiga góða stund með vinum og vandamönnum. Taki menn höndum saman má ná ótrúlegum árangri.
KRABBI 21. júní - 22. júlí
Eitthvert mál, sem þú hélst að þú værir búinn að leysa, vaknar upp aftur og heimtar afskipti þín.
LJÓN 23. júlí - 22. ágúst
Ekki láta hlutina vaxa þér í augum. Taktu frumkvæðið sjálfur og þá muntu eiga auðvelt með að fá hina til liðs við þig.
MEYJA 23. ágúst - 22. september
Nú er rétt að snúa sér að alvöru lífsins og ljúka mikilvægum verkefnum. Mörgu má nefnilega breyta með lítilli fyrirhöfn. Vertu sjálfum þér trúr.
VOG 23. september - 22. október
Þú berð sérstakt skynbragð á fegurð í dag og ættir að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín. Nú er rétti tíminn til þess að gera áætlun og kippa því í lag sem hefur farið úrskeiðis.
SPORÐDREKI 23. október - 21. nóvember
Vináttan skiptir þig sérlega miklu máli þessa dagana. Treystu engum fyrir sjálfum þér fyrr en þú hefur fullreynt viðkomandi að því að vera heill.
BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Það er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta, þótt einhver gylliboð séu í gangi. Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi.
STEINGEIT 22. desember - 19. janúar
Taktu höndum saman við aðra til þess að ná markmiðum þínum. Leyfðu þér að slaka á og eiga ánægjulega kvöldstund með þínum nánustu.
VATNSBERI 20. janúar - 18. Febrúar
Það skiptir miklu máli að þú eyðir ekki orku þinni til einskis. Sýndu samt þolinmæði og þrautseigju því tíminn vinnur með þér.
FISKAR 19. febrúar - 20. mars
Nú er gaman að lifa! Þú hefur yndi að því að daðra í dag. Komdu öllu í lag sem þú mögulega getur. En reyndu að hugsa ekki um heildarmyndina heldur taktu eitt skref í einu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Ruth Gísladóttir
Bryndís Ruth Gísladóttir

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband