Finnar, Svíar, Danir og Norðmenn eru líka vinir okkar....

... og ætla að lána okkur fullt af penge, en Færeyingar eru samt bestu bestu vinir okkar í öllum heiminum. Þeir ákváðu þetta áður en alþjóðagjaldeyriðkrappið ákvað að lána okkur, og þeim var alveg sama hvað hinir gerðu, þeir bara lánuðu okkur samt, kúl sko, Færeyingar eru kúl. EEeeen landið okkar er samt að fara til andsk.... Davíð ber af sér alla ábyrgð, og hinir sem eru með honum í stjórn og eikkað, segja að hann sé lygari. Hann sem sagði í fínu ræðunni sinni í gær eitthvað á þennan hátt "að ljúga er vondur vani, að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani" eða allavega einhvernveginn svona, man ekki alveg. Þetta lið er eins og smákrakkar, benda á hvorn annan og allt í kring og kenna hinum um. Tekur ekki ábyrgð á neinu. Og svo er ég nú búin að vera að segja uppá síðkastið hvað það sé nú gott að vera ríkisstarfsmaður í dag. En svo kemur forstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss í fréttunum í gær og segir að það verði að draga saman, semsagt reka fólk og lækka launin. Jahá, nú er öllu lokið, kreppan farin að hafa áhrif á okkar fína heilbrigðiskerfi, hvað gerist næst. Maður er býst við öllu og trúir engu. En það voru tvær góðar fréttir, í gærmorgun var the Today show í bláa lóninu og var ekkert verið að ræða efnahagsástandið í þættinum og voða gaman. Og svo þessi frétt http://visir.is/article/20081119/FRETTIR01/371317166/-1, sem fjallar um að það hefur dregið verulega úr umferð á landinu, og það er gott að kreppan hefur góð áhrif á eitthvað. Ég var nú svosem búin að taka eftir þessu vegna þess að ég tek strætó í vinnuna á morgnana og aftur heim. Og það hefur stóraukist af fólki í strætó og er hann stundum það troðin að það er fullt af fólki sem fær ekki sæti, og einnig eru stundum tveir vagnar á leiðinni sem ég er í á háannatímunum. En þetta þýðir færri bílar og minni mengun sem er frábær þróun. En kannski bara í kreppunni og þegar henni lýkur fer allt á sama veg. En verum bjartsýn. Mér finnst einnig að það eigi að banna nagladekk, ég keypti mér allavega ónegld á bílinn minn og ætla aldrei að kaupa negld dekk aftur. En við eigum semsagt góða vini sem ætla að lána okkur pening, hálfvita við stjórn og minni mengun.

 Sjást seinna.

 Knús og kærleikur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Ruth Gísladóttir
Bryndís Ruth Gísladóttir

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband